top of page
Scene 2-2 _edited.jpg

Nú er þörf fyrir að toppa nokkur vel valin orðatiltæki!

Að vera yfir-fullur af stolti og langt-yfir sig þakklátur urðu fyrir valinu í dag þegar við Þórhallur Einisson, Óli Páll Geirsson og Ingi Freyr Atlason í Snjallgögnum - ásamt einvala liði frá Háskola Íslands og Háskóla Reykjavíkur (Hafsteinn Einarsson, Hrafn Loftsson o.fl) - hlutum veglegan styrk úr Markáætlun tungu og tækni.



Verkefnið heitir "Sjálfvirk einræðing íslenskra sérnafna" og ég ætla að leyfa mér að halda því fram - svona í vímunni - að verkefnið muni skipta nokkrum sköpum þegar framfarir í íslenskri Máltækni verða skoðaðar.

Sérstakar þakkir fær Daddi Gudbergsson fyrir umsóknaraðstoð. Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir fyrir að ryðja brautna (ásamt fleirum) og Valdimar Ágúst Eggertsson fyrir að vera sérlegur áhugamaður um nýtingu þekkingargrafa í vélrænni greiningu á máli.


Ef það mætti, þá myndi ég mæta og knúsa ykkur öll!

10 views0 comments
bottom of page